Orkumálinn 2024

Boðað til verkfalls í íþróttamannvirkjum í Neskaupstað

Starfsmenn í sundlauginni í Neskaupstað verða meðal þeirra félaga Kjalar stéttarfélags sem leggja niður vinnu um hvítasunnuna. Verkfallið er hluti af aðgerðum aðildarfélaga BSRB.

Starfsmennirnir Neskaupstað til heyra Kili eftir að Starfsmannafélag Fjarðabyggðar gekk í félagið í lok árs 2021.

Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja innan Kjalar samþykktu að leggja niður vinnu um hvítasunnuna í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær. Verkfallið verður dagana 27., 28. og 29. maí.

Verkföllin fylgja eftir aðgerðum innan BSRB. Verkföll eru áformuð hjá starfsfólki leik- og grunnskóla, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi eftir helgi. Af hálfu BSRB er meðal annars þrýst á um að launahækkunin gildi frá 1. janúar eins og um var samið á almenna markaðinum.

Víðtækari aðgerðir eru í skoðun hjá aðildarfélögum BSRB. Á Austurlandi eru það FOSA og Kjölur fyrir utan félög ákveðinna stétta svo sem Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningafélags, Sjúkraliðafélagið og Landssamband lögreglumanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.