Blankalogn gagnvart Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands segir blankalogn ríkja í fjórðungnum hvað varðar Covid-19 smit. Hún áréttar þó sem fyrr að lítið megi út af bregða til að bresti á með kalda og jafnvel roki.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar frá í dag. Þar eru íbúar hvattir til að halda sínu striki í smitvörnum til að geta áfram notið blíðunnar. Enginn er í sóttkví eða einangrun á Austurlandi í dag vegna veikinnar.

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 57 farþegar í land eftir sýnatöku. Farþegar fengu leiðbeiningar um þær reglur er gilda um sóttkví og seinni sýnatöku að fimm til sex dögum liðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.