Blak: Tveir sigrar Þróttar á Þrótti

Karlalið Þróttar Neskaupstað fékk fullt hús stiga út úr tveimur leikjum við Þrótt Vogum í Neskaupstað um helgina í úrvalsdeildinni í blaki.

Norðfjarðarliðið vann fyrri leikinn 3-1. Fyrstu tvær hrinurnar voru þess, 25-17 og 25-20 en gestirnir svöruðu fyrir sig 22-25 í þeirri þriðju. Heimamenn höfðu síðan undirtökin í þeirri þriðju og unnu 25-16.

Þróttur Neskaupstað vann síðan seinni leikinn i gær 3-0 eða 25-22, 25-19 og 25-17.

Andri Snær Sigurjónsson var stigahæstur Norðfirðinga í báðum leikjunum þar sem hann skoraði 13 stig í hvorum. Í fyrri leiknum skoraði Miguel Angel einnig 12 stig.

Eftir leiki helgarinnar er Þróttur í öðru sæti deildarinnar með 13 stig úr fimm leikjum. Liðið leikur ekki aftur í deildinni fyrr en um miðjan nóvember.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.