Blængur er á leið í Barentshafið

Frystitogarinn Blængur er nú á siglingu í Barentshafið. Togarinn kom til hafnar í Neskaupstað fyrir helgina með aflaverðmæti upp á um 170 milljónir kr eftir veiðar víða á Íslandsmiðum. Um var að ræða tæplega 400 tonn upp úr sjó.


Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Blængur hafi lagt af stað á þriðjudag. Theodór Haraldsson skipstjóri segir í samtali á vefsíðunni að það sé ávallt spennandi verkefni að veiða í Barentshafinu.

Í fyrra fór Blængur þangað tvisvar. Í fyrra sinnið eftir sjómannadag og í hið síðara í lok október. Í báðum tilvikum var um 40 daga túr að ræða. Í fyrri túrnum veiddust 1440 tonn upp úr sjó en í þeim síðari 560 tonn.

"Veiði í Barentshafi hefur verið mjög góð í júní og júlí síðastliðin ár," segir Theodór.

Mynd: Blængur á Vestfjarðamiðum. Mynd Atli Þorsteinsson/SVN

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.