Orkumálinn 2024

Bláa skipið gleypti dýpkunarskipið

„Það var dálítið mögnuð sjón að sjá bláa skipið, Rolldock Sun, bókstaflega gleypa dýpkunarskipið Galilei 2000 inn í sig,“ segir Gunnar Th. Gunnarsson á Reyðarfirði, en hann náði skemmtilegum myndum á Reyðarfirði í gær sem hann gaf Austurfrétt leyfi til að birta.


Jóhann Bogason er framkvæmdastjóri Gáru ehf., sem er umboðsaðili beggja skipanna.

„Dýpkunarskipið Galilei 2000, sem að hefur unnið við dýpkanir í Landeyjarhöfn síðastliðin þrjú ár, var á leið úr landi en komst ekki lengra vegna veðurs. Þetta skip, Rolldock Sun statt á Íslandi og ákveðið var að það færi og tæki skipið. Dýpkunarskipinu var því siglt inn í Rolldock Sun og farið með það til hafnar hér á Reyðarfirði,“ segir Jóhann.

Galilei 2000 er á leið til Kanaríeyja í slipp og verður þar afhentur nýjum eigendum. Rolldock Sun er nú við bryggju á Reyðarfirði þar sem menn frá Launafl vinna að sjóbúnaði skipsins. Rolldock Sun mun sigla með Galilei til Kanaríeyja og stefnt er að því að skipin haldi utan á föstudag. 

Ljósmyndir: Gunnar Th. Gunnarsson

Rolldock Storm3

Rolldock Storm 1000

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.