Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði í útkall

Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.

hafdis_edda_su253.jpgNýji Boði er úti fyrir Fáskrúðs- og Stöðvarfirði. Skipverjarnir á Eddu höfðu árangurslaust reynt að koma vél bátsins í gang. Björgunarsveitarmenn voru komnir að bátnum og búnir að koma honum í tog kl. 14:10. Heimferðin gekk vel og komu þeir með bátinn að landi kl. 17:15.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.