Orkumálinn 2024

Bjartsýnn á landaskipti vegna nýs golfvallar

„Viðræður standa enn yfir vegna málsins en það er meiri bjartsýni en ekki að þetta gangi allt saman upp,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Viðræður Múlaþings við landeigendur á Eiðum um hugsanleg skipti á landi hafa staðið yfir um tíma en þar er rætt um spildu úr landi Eiða undir nýjan golfvöll Héraðsbúa í skiptum fyrir svipaða spildu í landi Grafar sem tilheyrir sveitarfélaginu.

Forsvarsmenn Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs (GF) fóru þess á leit við Múlaþing í lok síðasta árs að fá úthlutað nýju svæði fyrir framtíðarlegu nýs golfvallar. Núverandi golfvöllur klúbbsins í landi Ekkjufells við Fellabæ býður ekki upp á neina stækkun, viðhald allt flókið vegna legu vallarins og leigugjöld fyrir völlinn of há til að það borgi sig að vera þar til til lengdar.

Óskin beindist sérstaklega að svæði í landi Eyvindarár skammt utan við þéttbýlið á Egilsstöðum en sveitastjórn taldi það ekki vænlegan kost undir golfvöll og kannaði þess í stað vilja landeigenda að Eiðum um skipti á landi. Þar er töluvert af hentugu landi undir golfvöll en ekki síður styrkir golfvöllur til muna rekstur ferðaþjónustu á staðnum.

Frá Eiðum. Ferðaþjónusta á svæðinu mun njóta góðs af hugmyndum um golfvöll hér um slóðir en viðræður um það standa enn yfir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.