Bæjarstjórnarbekkurinn í Samkaupum

Bæjarstjórnarbekkurinn sá fyrsti í röðinni var settur upp í Samkaupum á Egilsstöðum.  Á hann settust forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn á Fljótsdalshéraði.

baejarstjornarbekkurinn.jpgAf bekknum þeim arna svöruðu þeir fyrirspurnum gesta og gangandi er leið áttu um verslun Samkaupa á Egilsstöðum síðasta föstudagseftirmiðdag. Þetta var fyrsti fundurinn af þessu tagi sem forsvarsmenn meirihlutaflokkana á Fljótsdalshéraði ætla að halda ásamt bæjarstjóranum Birni Ingimarssyni.

,,Við erum að efna kosningaloforð" sagði Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar.  Að sögn Gunnars Jónssonar bónda á Egilsstöðum og formanns bæjarráðs er þetta fyrsti fundurinn af þessu tagi ,,við reiknum með að framhald verði á fundum með þessu sniði og áhugi er fyrir að fara til fundar við fólkið úti í dreifbýlinu og vera með bekkinn á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins".  Stefán Bogi segir það hægt með því að tengja það einhverskonar mannfagnaði í sveitunum.  Magir íbúar sveitarfélagsins komu og settust á bekkin með þeim félögum og ræddu málefni sem þeim fannst efst á baugi í sveitarfélaginu, nú eða báru upp eigin erindi sem þeir vænta lausnar á.  Góður rómur var gerður að þessari nýung yfirmanna bæjarmála á Fljótsdalshéraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.