Bæjarstjórn Fjarðabyggðar mótmælir lokun sjúkrahússins

nesk.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á ríkisvaldið að veita nægilegu fjármagni til Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað til að ekki komi til lokunar sjúkrasviðs í sumar eins og yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands hefur lagt til í sparnaðarskyni.

 

„Það eru sjálfsögð og almenn mannréttindi að íbúar Austurlands njóti sjúkrahúsþjónustu í sínum fjórðungi allt árið um kring en sé ekki gert að sækja hana um langar leiðir í aðra landsfjórðunga enda geti líf legið við,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnarinnar fyrir helgi.

„Þá er það alveg ljóst að sú mikla uppbygging og framleiðsla í sjávarútvegi, áliðnaði, tengdum þjónustugreinum sem og öðrum atvinnugreinum á Austurlandi grundvallaðist meðal annars á því að í Neskaupstað væri sjúkrahús með bráðaþjónustu.

Þá er það ótalið að dýrara er bæði fyrir ríki og einstaklinga að sækja sjúkrahúsþjónustu annarsstaðar meðan á lokun sjúkrasviðsins stendur. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á ríkisvaldið að veita nægjanlegu fjármagni til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þannig að þessi áform um lokun á sjúkrasviði FSN verði ekki að veruleika.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.