Bæjarráð Fljótsdalshéraðs sendir Norðmönnum samúðarkveðjur

norway-flag.gifBæjarráð Fljótsdalshérað sendi norsku þjóðinni nýverið samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í Osló og Útey í lok júlí.

 

Bókunina er að finna fremst í fundargerð ráðsins frá 10. ágúst. Hún er svohljóðandi.

„Til vina okkar í Noregi.

Með vísan til þeirra hörmungaratburða er áttu sér stað í Osló og í Útey 23. júlí sl. vottum við íbúum Eidsvoll og norsku þjóðinni okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs.“

Því skal þó haldið til haga að árásirnar áttu sér stað föstudaginn 22. júlí, ekki þann 23. eins og missagt er í bókuninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.