Birkir Jón: Þessum hugmyndum verður að sópa út af borðinu

Image Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að niðurskuður í heilbrigðismálum á Austurlandi megi ekki verða að veruleika. Menn séu aftur að hefja baráttu fyrir tilveru byggðar í fjórðungnum.

 

„Þessi niðurskurður bætist ofan á skert framlög til HSA á síðustu árum. Hér er um grundvallarþjónustu að ræða fyrir íbúa Austurlands. Ef ríkisstjórn sem nefnir sig "Norræna velferðarstjórn" ætlar að láta þessi áform verða að veruleika þá er um að ræða algjör öfugmæli.“ segir Birkir Jón í samtali við Agl.is.

Hann hefur áhyggjur af víðtækum áhrifum niðurskurðarins. „Fyrirhugaður niðurskurður mun fækka störfum í fjórðungnum og skerða öryggi íbúanna. Greinilega erum við að hefja baráttu fyrir tilveru byggðar á Austurlandi.“

Niðurskurðurinn bætir gráu ofan á svart í atvinnumálum fjórðungsins. „Nær væri að koma framkvæmdum af stað með útboðum í vegagerð þannig að fleiri fengju atvinnu, en staða verktaka á svæðinu er mjög alvarleg. Ef framheldur sem horfir þá mun velferðarþjónusta við  fólk á Austurlandi og atvinna á svæðinu minnka til muna. Þessu verður að breyta - stefnubreytingar er þörf! Það er grátlegt að horfa upp á þróun mála. „

Birkir Jón minnir á að fjárlagafrumvarpið sé ekki niðurstaða. Enn sé tækifæri til að berjast fyrir breytingum á Alþingi.

„Þessum áformum verður að hrinda á bak aftur og ef ég get einhverju breytt þá verður þeim sópað út af borðinu!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.