Bílvelta á Öxi

Ökumaður slapp með minniháttar meiðsli eftir að bíll hans valt á Öxi í gær. Lögreglan á Austurlandi hefur áhyggjur af auknum hraðakstri í umdæminu.

Ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann missti stjórn á honum við Þrívörðuhálsa þannig að bíllinn fór út af og valt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að ökumaðurinn hafi hlotið minniháttar meiðsli en hann var fluttur á heilsugæslu til aðhlynningar. Bifreiðin er talsvert skemmd.

Ekkert umferðarslys varð á Austurlandi í maí, sem er sjaldgæft, en þrjú slys hafa orðið það sem af er júní. Lögreglan hefur áhyggjur af auknum hraðakstri og hefur brugðist við með eftirliti sem hefur skilað því að 60 hraðaakstursbrot hafa verið skráð frá 1. júní.

Það breytir því ekki að ábyrgðin er fyrst og síðast ökumanna. Lögreglan beinir því til þeirra að aka með gætni þannig allir komist heilir á leiðarenda.

Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.