Bíll út í sjó í Reyðarfirði í hálku

Ökumaður slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið endaði úti í sjó í Reyðarfirði neðan við Fáskrúðsfjarðargöng. Lúmsk hálka var á vegum á Austfjörðum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi varð atvikið laust fyrir klukkan átta í morgun. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni í hálku þegar hann var að koma út úr göngunum með fyrrgreindum afleiðingum.

Ökumaðurinn komst út um afturglugga. Hann var kaldur og fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Unnið er að því að koma bílnum á þurrt.

Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega. Talsverð hálka er víða á austfirskum vegum en hún sést illa þannig ökumenn gera sér ekki grein fyrir hættunni. Ekki hafa þó borist aðrar tilkynningar um óhöpp í morgun.

Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.