Skip to main content

Bílar og hús skemmd eftir ákeyrslu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. des 2022 18:22Uppfært 09. des 2022 18:24

Tvö hús við Strandgötu á Eskifirði og þrjár bifreiðar eru skemmdar eftir árekstur sem ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli síðustu nótt.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ók maðurinn á annan bíl sem síðan lenti á öðrum bíl. Allir bílarnir þrír skemmdust auk tveggja húsa í atganginum. Skemmdirnar á húsunum eru taldar minniháttar.

Tveir voru í bílnum og voru báðir handteknir. Annar þeirra þurfti þó fyrst á læknisaðstoð að halda. Félagarnir gistu síðan í fangageymslu. Þeir voru yfirheyrðir í dag og látnir lausir að því loknu.

Grunur er um bæði hraðaakstur og ölvun. Málið telst upplýst.