Bílar og hús skemmd eftir ákeyrslu

Tvö hús við Strandgötu á Eskifirði og þrjár bifreiðar eru skemmdar eftir árekstur sem ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli síðustu nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ók maðurinn á annan bíl sem síðan lenti á öðrum bíl. Allir bílarnir þrír skemmdust auk tveggja húsa í atganginum. Skemmdirnar á húsunum eru taldar minniháttar.

Tveir voru í bílnum og voru báðir handteknir. Annar þeirra þurfti þó fyrst á læknisaðstoð að halda. Félagarnir gistu síðan í fangageymslu. Þeir voru yfirheyrðir í dag og látnir lausir að því loknu.

Grunur er um bæði hraðaakstur og ölvun. Málið telst upplýst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.