Orkumálinn 2024

Bilaður strengur olli rafmagnsleysi

Rafmagn á að vera komið aftur alls staðar á Egilsstöðum og næsta nágrenni. Rafmagn fór af rétt fyrir klukkan þrjú og var rafmagnslaust í rúmar tuttugu mínútur.

Samkvæmt upplýsingum frá bilanavakt Rarik á Austurlandi er ástæða rafmagnsleysisins talin hafa verið bilun í rafstreng í Fellabæ. Búið er að einangra bilunin og á rafmagn því að vera komið alls staðar á aftur.

Bilunin hafði nokkuð víðtæk áhrif því rafmagnslaust varð á Egilsstöðum, í Fellabæ, Fellum og fram-Tungu. Rafmagnið fór af klukkan 14:59 og var komið á aftur 15:22 samkvæmt upplýsingum Rarik.

Úr verslun Nettó á Egilsstöðum í dag. Mynd: Hlynur Sveinsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.