Bifreið endaði út í Fjarðará

Lögregla rannsakar hvað varð til þess að bifreið endaði út í Fjarðará á Seyðisfirði á laugardagskvöld. Einn leitaði læknisaðstoðar eftir óhappið.

Tveir einstaklingar voru í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum enda bifreiðin skammt frá bakkanum. Ökumaðurinn leitaði læknis þar sem hann fann fyrir eymslum eftir óhappið.

Lögregla kannar tildrög slyssins en grunur leikur á að bílnum hafi verið ekið of hratt.

Þá var snemma aðfaranótt sunnudags tilkynnt um slagsmál milli tveggja manna á Vopnafirði. Annar þeirra þurfti aðstoð læknis vegna minni háttar áverka í andlitið. Lögreglan rannsakar málið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.