Bíða rannsóknaraðila vegna eldsvoðans í húsnæði Vasks

Húsnæði efnalaugar Vasks auk verslunar fyrirtækisins á Egilsstöðum er gjörónýtt eftir mikinn eldsvoða síðdegis í gær. Tvær bifreiðar urðu einnig eldinum að bráð auk þess sem tjón varð á rými Landsnets sem er við hlið verslunarinnar. Formleg rannsókn á eldsupptökum hefst væntanlega síðar í dag.


Samkvæmt heimildum Austurfréttar varð elds vart strax í kjölfar sprenginga upp úr klukkan 16 í gær en þær sprengingar komu frá austurhluta hússins þar sem þvottahús var staðsett. Þvottahúsið var aðeins opið til klukkan 16 og því enginn þar inni þegar sprengingarnar urðu. Verslunin þar til hliðar var opin og þar tveir til þrír viðskiptavinir auk tveggja starfsmanna. Fólkið kom sér allt út um leið og sprenginga varð vart og engin hlaut nein meiðsl.

Slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig eftir að gengið var úr skugga um að sprengihætta væri liðin hjá. Milli 15 og 20 slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram eftir kvöldi og náðu að slökkva síðustu glæðurnar seint í gærkvöldi. Slökkvistarfi lauk á sjöunda tímanum í morgun.

Lögregla tók þá við vettvanginum. Vettvangsrannsókn veltur á því hvenær svæðið teljist vera orðið það öruggt að hægt sé að fara inn á það. Svæðið er afgirt og lokað og verður svo meðal rannsókn á brunanum stendur. Óvíst er hve langan tíma það taki. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að rannsókninni. Enn mátti sjá reyk liggja úr þverbita yfir versluninni á ellefta tímanum í morgun. Skýrslutökur hófust í gærkvöldi og halda áfram í dag til að lögregla geti gert sér grein fyrir atburðarásinni.

Ljóst er að gríðarlegt tjón hefur orðið. Svæðið sem þvottahús og verslun Vasks voru í eru gjörónýt. Áhersla slökkvistarfsins frá byrjun var að verja húsnæði Landsnets í norðurenda hússins. Það virðist við fyrstu sýn hafa tekist ágætlega þótt ljóst sé að einhverjar skemmdir hafi orðið á skrifstofuaðstöðu sem var næst veggnum við verslunina. Stjórnendur frá fyrirtækinu voru komnir austur í morgun til að meta aðstæður og samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum náðist að bjarga öllum helstu tækjum og tólum sem voru innandyra þegar eldurinn kviknaði. Reyk- og hitaskemmdir urðu nokkrar en aðallega á tölvubúnaði. Öðru var að mestu bjargað og atvikið mun ekki hafa áhrif á starfsemi Landsnets að neinu leyti.

Myndir af vettvangi í morgun. Rífa þurfti þak hússins af til að komast að eldinum og ekkert heillegt innandyra. Rannsóknaraðilar eru á leiðinni austur.

Dji Fly 20220929 080628 23 1664438809748 Photo Web
Dji Fly 20220929 080938 26 1664439048582 Photo Web
Dji Fly 20220929 081016 28 1664439130413 Photo Web
Dji Fly 20220929 081156 32 1664439185781 Photo Web
Dji Fly 20220929 081218 33 1664439191336 Photo Web
Dji Fly 20220929 081940 41 1664439810612 Photo Web
Dji Fly 20220929 090718 50 1664442447357 Photo Web
Dji Fly 20220929 091008 57 1664442623222 Photo Web
Dji Fly 20220929 091906 71 1664443162993 Photo Web
Vaskur Bruni Dagur2 0003 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0006 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0007 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0009 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0011 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0013 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0014 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0017 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0018 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0021 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0025 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0035 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0041 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0042 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0043 Web
Vaskur Bruni Dagur2 0045 WebDemo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.