Betra Sigtún og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður

Betra Sigtún og B-listi, Framsóknarflokks og óháðra, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem framboðin sendu frá sér í dag. Þau hafa starfað saman í meirihluta frá í byrjun desember og fengu samanlagt fimm fulltrúa af sjö í sveitarstjórninni. Til viðbótar fékk Samfylkingin tvo fulltrúa.

Á Facbook-síðu Betra Sigtúns segir að framboðið hafi rætt við fulltrúa beggja mótframboðanna og ljóst sé að ekki muni miklu í áherslumálum framboðanna þriggja. Því megi búast við góðu samstarfi þeirra allra á komandi kjörtímabili.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.