Bein útsending frá framboðsfundi

Hægt er að fylgjast með framboðsfundi, sem hefst í Valaskjálf klukkan 20:00 með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi í beinni útsendingu á YouTube-rás Austurfréttar.

Til fundarins mæta Líneik Anna Sævarsdóttir frá Framsóknarflokki, Eiríkur Björn Björgvinsson frá Viðreisn, Njáll Trausti Friðbertsson frá Sjálfstæðisflokki, Jakob Frímann Magnússon frá Flokki fólksins, Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Miðflokknum, Björgvin E. Vídalín Arngrímsson frá Frjálslynda lýðræðisflokknum, Einar Brynjólfsson frá Pírötum, Hilda Jana Gísladóttir frá Samfylkingunni og Jódís Skúladóttir frá Vinstri grænum.

Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og fulltrúi í heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Hægt er að senda inn spurningar á meðan fundinum stendur hér á Menti.com. Kóði fundarins er: 8917 2926 og bein slóð: https://www.menti.com/3t1jgsiro6


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.