Beðið eftir niðurstöðum sýnatöku frá í gær

Eitt nýtt Covid-19 smit var staðfest á Austurlandi í gær. Enn er beðið eftir niðurstöðum sýnatöku frá í gær þar sem ekki var hægt að koma sýnunum suður til Reykjavíkur til greiningar í morgun.

Smitið sem staðfest var í gær tengist grunnskólanum á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Alls eru fjögur staðfest smit hjá nemendum skólans.

Töluverður fjöldi íbúa á stöðunum er í sóttkví vegna smitanna. Í gær voru tekin um 80 sýni í bæjunum. Þau áttu að fara með áætlunarflugi frá Egilsstöðum í morgun en því var aflýst vegna veðurs.

Það sama gerðist með sýni sem tekin voru á Egilsstöðum og Reyðarfirði í gær. Þau sýni fara suður með miðdegisvél í dag. Niðurstaðna er því ekki að vænta fyrr en seint í kvöld eða fyrramálið.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að fella niður allt skólahald á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.