Orkumálinn 2024

Beðið eftir niðurstöðum sýnatöku á Reyðarfirði

Beðið er eftir niðurstöðum sýnatöku vegna Covid-19 smita á Reyðarfirði í gær áður en ákvörðun um næstu skref verða tekin.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundar um stöðuna klukkan 9:30 í dag. Þar verður farið yfir niðurstöðurnar og fengnar upplýsingar frá smitrakningateymi um stöðu smitrakningar og hvert hún hefur leitt.

Um 250 sýni voru tekin af fólki í bænum í gær eftir að tíu smit voru staðfest í leik- og grunnskóla bæjarins. Grunnskólanum var lokað strax í fyrradag og leikskólanum í gær. Þeir eru enn lokaðir enda stóð til að hafa starfsdag í þeim í dag.

Frekari upplýsingar um stöðuna og næstu skref er að vænta eftir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórninni er vonast til að hratt hafi tekist að komast í veg fyrir útbreiðslu smitsins, líkt og reyndin varð þegar smit greindist á leikskólanum á Seyðisfirði í síðasta mánuði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.