Bæta við flugi til að vinna upp tafir gærdagsins

Air Iceland Connect mun fljúga aukaflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag til að vinna upp tafir sem urðu eftir að vél félagsins bilaði á Egilsstöðum í gær og fella varð niður flug.

Samkvæmt áætlun hefði vélin átt að fara frá Egilsstöðum um klukkan fjögur í gær en af því varð ekki vegna bilunar.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins, segir að sama vél og áhöfn hafi einnig átt að fljúga síðustu ferð dagsins en þar sem ekki náðist að gera við vélina í tæka tíð þurfti einnig að fella niður þá ferð. Flug þess á aðra áfangastaði seinni partinn í gær var hins vegar á áætlun.

Árni segir að flugvirkjar og varahlutir muni fara austur með fyrsta flugi dagsins, sem á að lenda 8:30. Vonast er til að viðgerð taki ekki langan tíma.

Þá verður bætt við flugvél klukkan 10:45 til að flytja þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna bilunarinnar í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.