Orkumálinn 2024

Austurland í fararbroddi stafrænnar heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum

Austurland er í fararbroddi í notkun stafrænna lausna samkvæmt nýrri norrænni rannsókn um fjarheilbrigðisþjónustu. Reynsla Austfirðinga getur orðið öðrum dreifbýlissvæðum á Norðurslóðum fordæmi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu norrænu byggðarannsóknastofnunarinnar Nordregio og Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar um fjarheilbrigðisþjónustu sem kemur út á morgun.

Rannsóknin er gerð að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar og ber heitið „Fjarlægðarlausnir í norrænni heilbrigðis- og félagsþjónustu.“ Lykilniðurstöður hennar er að án grundvallarbreytinga á heilbrigðis- og umönnunarþjónustu sé hætta á að rekstur þjónustunnar verði of þungur á sumum dreifbýlissvæðum Norðurlandanna. Afleiðingar þess verði að gæði þjónustunnar dali talsvert næstu þrjú til fjögur ár.

Tilraunir með fjarheilbrigðisþjónustu innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands vöktu sérstaka athygli skýrsluhöfunda. Sérstökum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir í nokkrum byggðakjörnum sem gerir fólki kleift að „hitta lækni“ sem oftast er staðsettur í Reykjavík. Þannig geta íbúar farið á sína heilsugæslustöð og jafnvel gengist undir skoðun hjá lækni í öðrum landshluta.

Tækjabúnaðurinn dulkóðar samskiptin þannig að læknirinn á hinum enda línunnar getur notast við hefðbundna tölvu eða síma við störf sín. Með þessu móti hefur fólk á Austurlandi fengið aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem annars hefur gengið illa að manna í landshlutanum.

Meiri vegalengd á næstu heilsugæslu á Austurlandi

„Fjarlægðir frá heimilum fólks að næstu heilbrigðisstofnun, á vissum svæðum Austurlands, voru meiri en á hinum svæðum Norðurlandanna sem voru til skoðunar. Fjarlægðalausnir auka því verulega möguleika á sparnaði á svæðinu,“ segir Oskar Penje, sérfræðingur hjá Nordregio í fréttatilkynningu.

„Eitt af brýnustu verkefnum heilbrigðiskerfisins er að koma á fót starfrænu kerfi til að miðla upplýsingum um sjúklinga og borgara,“ segir Louise Vestergård hjá Nordregio. „Það mun auðvelda flutning milli stofnanna, til dæmis þegar sjúklingur útskrifast af sjúkrahúsi og er fluttur á hjúkrunarheimili. „Það er í raun eitt af því mikilvægasta til að veita betri og samþættari umönnun sem er fyrst og fremst miðuð að sjúklingnum.“

„Stafræn þróun í heilbrigðis- og umönnunaþjónustu felur í sér mikla möguleika,“ segir Anna Lundgren, sem leitt hefur rannsóknina af hálfu Nordregio. „Stafræn þróun hefur aukið bæði gæði þjónustunnar og skilvirkni, svo sem með minni þörf á flutningum sjúklinga og starfsfólks. Ennfremur stuðla stafrænar lausnir að betra aðgengi sem er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk sem býr í afskekktari og fámennari landshlutum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.