Austfirskir lögreglumenn vilja endurheimta verkfallsréttinn

logreglumerki.jpgLögreglumenn á Austurlandi skora á ráðherra að ganga til samninga við Landssamband lögreglumanna og leiðrétta laun þeirra í samræmi við aðrar stéttir sem margar hafa náð fram betri samningnum í krafti verkfallsréttar.

 

Í yfirlýsingu sem austfirskir lögreglumenn sendu frá sér eftir fund á Egilsstöðum í dag er kjaraleg staða lögreglumanna hörmuð. Skorað er á fjármála- og innanríkisráðherra að „axla sína ábyrgð og leiðrétta laun lögreglumanna.“

Lögreglumenn hafa verið samningslausir í um 300 daga. Landssamband þeirra hefur farið fram á kjarabætur í samræmi við það sem sambærilegar stéttir hafa fengið undanfarinn áratug.

„Lögreglumenn geta ekki ítrekað sætt sig við að ekki sé samið um laun lögreglumanna, sökum þess að stéttin hafi ekki verkfallsrétt.  Fundurinn ályktar að það sé sjálfsögð krafa að lögreglumenn endurheimti verkfallsréttinn.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.