Austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki taka þátt í aðstoð við Úkraínu

Þrjú austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra sem taka þátt í að gefa saman um 130 milljónir króna til stjórnvalda í Úkraínu.

Austfirsku fyrirtækin eru Eskja á Eskifirði, Síldarvinnslan í Neskaupstað og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Að auk er á listanum Brim, sem er með starfsemi á Vopnafirði.

Alls taka átján fyrirtæki þátt í gjöfinni. Ekki er sundurliðað hvernig upphæðin skiptist en í færslu á Facebook-síðu Eskju segir að fyrirtækið hafi lagt fram tíu milljónir.

Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segir að fyrirtækin hafi ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljón Bandaríkjadala, eða um 130 milljónir króna. Með þessu vilji fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Þar segir einnig að haft verði samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur Úkraína verið mikilvægt viðskiptaland, einkum fyrir íslenskar uppsjávarafurðir síðustu ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.