Orkumálinn 2024

Austfirðingum fjölgað um tæplega 1000 frá upphafi stóriðjuframkvæmda

17_juni_0121_web.jpg
Austfirðingar eru tæplega eitt þúsund fleiri í dag en þeir voru fyrir áratug áður en framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa. Íbúum á svæðinu fjölgar lítillega á milli ára.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru Austfirðingar 9.280 talsins þann 1. janúar árið 2003 en þeir voru 10.268 nýliðinn nýársdag. Samningar um álverið voru undirritaðir þann 15. mars árið 2003. Þetta þýðir fjölgun um 988 íbúa frá upphafi framkvæmda. Körlum eru um 60% af þessari fjölgun.

Fjölgunin er nánast eingöngu bundin við það svæði sem nú tilheyrir stóru sveitarfélögunum tveimur, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Íbúum þar hefur samanlagt fjölgað um 1.274, heldur meira á Fljótsdalshéraði.

Í öllum hinum sveitarfélögunum á svæðinu hefur þeim fækkað, alls um 286. Mest er fækkunin í Breiðdalshreppi, 87 á stóriðjutímanum. Þar er sömuleiðis langmest hlutfallsleg fækkun, þriðjungur. Á Seyðisfirði og Vopnafirði hefur íbúum fækkað um 70 eða tæp 10%.

Íbúum á svæðinu fjölgar um 55 frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013. Hlutfallslega er fjölgunin mest á Vopnafirði og í Fljótsdal, 2,5%. Breiðdælingum fækkar áfram mest, um tíu eða 5,3%.
 
Sveitarfélag 2003 2013 Breyting  % 
Vopnafjarðarhreppur 757 687 -70 -9,25% 
Seyðisfjörður 749 676 -73 -9,75%
Borgarfjarðarhreppur 139 130 -9 -6,47%
Fjarðabyggð 3997 4629 632 15,81%
Fljótsdalshérað 2792 3434 642 22,99%
Fljótsdalshreppur 84 80 -4 -4,76%
Breiðdalshreppur 267 180 -87 -32,58%
Djúpavogshreppur 495  452  -43  -8,69% 
Alls 9280  10268  988  10,65% 
 Búið er að leiðrétta íbúatölu miðað við sameiningar sveitarfélaga í töflunni.
 
Sveitarfélag 2012 2013 Breyting %
Vopnafjarðarhreppur 670 687 17 2,54%
Seyðisfjörður 677 676 -1 -0,15%
Borgarfjarðarhreppur 129 130 1 0,78%
Fljótsdalshreppur 78 80 2 2,56%
Fjarðabyggð 4600 4629 29 0,63%
Fljótsdalshérað 3408 3434 26 0,76%
Breiðdalshreppur 190 180 -10 -5,26%
Djúpavogshreppur 461 452 -9 -1,95
Alls 10213 10268 55 0,54%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.