Austfirðingar verða við áskorun Akureyringa

Næstkomandi laugardag munu íþróttafélagið Huginn, UÍA, Seyðfirðingar sem og aðrir Austfirðingar að taka höndum saman og perla armbönd til styrktar Krafti. Viðburðurinn verður haldinn í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar milli klukkan 13:00 og 17:00.


„Með því að taka þátt í viðburðinum geta Austfirðingar átt möguleika á að hreppa perlubikarinn en til þess þurfa þeir að perla meira en 2302 armbönd á fjórum tímum, en það met settu Akureyringar og íþróttafélögin þar í maí. Akureyringar náðu þá bikarnum af Eyjamönnum en skoruðu svo á Austfirðinga og íþróttafélögin þar að reyna betur og ná af þeim metinu. Armböndin sem um ræðir eru í fánalitunum og eru þau seld til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts

„Allir geta tekið þátt“
Armböndin sem um ræðir eru í fánalitunum þau eru seld til stuðnings Krafti og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.

„Við hvetjum Austfirðinga sem og leikmenn og stuðningsmenn Hugins og UÍA að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.

Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.“
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.