Austfirðingar hlynntastir algjöru flugeldabanni

Austfirðingar eru þeir landsmenn sem helst eru fylgjandi algjöru banni flugelda. Flestir Austfirðingar vilja að aðeins sé leyf sala til þeirra sem standa fyrir flugeldasýningum.


Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði þar sem spurt var um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi flugeldasölu.

Samkvæmt niðurstöðum hennar vilja 14,5% Austfirðinga banna flugelda með öllu. Hlutfallið fer ekki yfir 10% þröskuldinn í neinum öðrum landsfjórðungi og er aðeins 8,4% á landsvísu.

Flestir Austfirðingar, eða 38%, vilja aðeins að selt verði til aðila sem standa fyrir flugeldasýningum. Það hlutfall er 32% á landsvísu.

35% Austfirðinga vilja óbreytt fyrirkomulag en rúm 37% á landsvísu. Austfirðingar skera sig aftur úr þegar spurt er um möguleikann á að selja takmarkað magn. Aðeins 12,7% vilja það en hlutfallið annars staðar fer alls staðar yfir 20% og er 22,7% yfir landið.

Rétt er að taka fram að hlutföllin eystra geta breyst hratt þar sem aðeins 43 íbúar svæðisins svöruðu könnuninni, en um 900 manns á landsvísu.

Þó er marktækur munur í svörun eftir búsetu og greina má ákveðna línu yfir landið á þann hátt að íbúar í og við höfuðborgina vilja helst óbreytt fyrirkomulag en íbúar landsbyggðarinnar eru hlynntari breytingum.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.