Aukinn fjöldi í einangrun og sóttkví á Austurlandi

Nokkur aukning hefur orðið í fjölda einstaklinga sem eru í einangrun eða sóttkví á Austurlandi vegna COVID. Á vefsíðunni covid.is má sjá að nú eru 131 einstaklingur í einangrun og 175 í sóttkví.

Miðað við tölur sem birtust í gærdag fjölgar um tæplega 30 einstaklinga í einangrun og 15 í sóttkví.

Ekkert lát er á COVID smitum á landinu. Alls greindust rétt tæplega 1.200 smit í gær og þar af voru 60 á landamærunum.

Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að Þórólfur Guðnason sóttvaralæknir hefur í hyggju að senda nýtt minnisblað til ríkisstjórnarinnar fyrir helgina. Hann sagði m.a. að allt stefndi í að herða þurfi sóttvarnareglur til að draga úr daglegum fjölda smita.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.