Aukið fjármagn sett í sálfræðiaðstoð eftir skriðuföllin

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Austurlands viðbótarfjárframlag upp á 17 milljónir króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu íbúa Seyðisfjarðar eftir skriðuföllin þar í desember.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að starfsfólk HSA hafi fundið fyrir verulega aukinni þörf fólks fyrir áfallameðferð og þjónustu geðteymis eftir hamfarirnar.

Mat fagfólks sé að bregðast þurfi skjótt við með að auka þjónustu til fyrirbyggja að einstaklingar, sem þurfa á stuðningi að halda, þrói með sér alvarlega og langvinna áfallastreituröskun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.