Atvinnuleysi eykst á Austurlandi

vinnumalastofnun_egilsstodum.jpgAtvinnuleysi á Austurlandi hefur aukist um ein 20% á rúmu ári. Verst er staðan meðal iðnaðarmanna. Hlutfall atvinnulausra á svæðinu er samt lægra en gengur og gerist á landinu.

 

Þetta kemur fram í tölum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi á Austurlandi var í lok nóvember síðastliðins skráð 4,8% en var 3,6% á sama tíma í fyrra. Mest varð atvinnuleysið á þessu ári í mars, 5,8% en það minnkaði í sumar og haust.

Miðað við tölur Vinnumálastofnunar virðist aukningin fyrst og fremst vera í hópi iðnaðarmanna. Erlendum ríkisborgurum í hópi atvinnulausra hefur einnig fjölgað verulega.

Atvinnuleysið á Austurlandi er meira meðal kvenna, 6,2%, sem er aukning upp á rúmt prósentustig en 3,9% meðal karla. Sú aukning er upp á hálft prósentustig.

Ástandið eystra er samt skárra en gerist víða á landinu. Atvinnuleysi á landinu í lok nóvember var 7,7%, 8,1% hjá körlum og 7,2% hjá konum. Þar munar mest um tæplega 13% atvinnuleysi á Suðurnesjum og ríflega 8% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.