Orkumálinn 2024

Atvinnudansarar með námskeið á Egilsstöðum

„Þau langaði að vera meira á Íslandi í sumar og nota tækifærið í leiðinni og kenna dans,“ segir Svanhvít Dögg Antonsdóttir um bróðurdóttur sína Söru Rós Jakobsdóttur og dansfélaga hennar Nikoló Barbizi, en þau eru atvinnudansarar í Danmörku og verða með námskeið á Egilsstöðum í næstu viku.


Það sem af er ári hafa þau Sara Rós og Nikoló unnið Íslandsmeistaratitil í tíu dönsum - „standard og latin“ ásamt bikarmeistaratitlum. Þá komust þau í úrslit í tíu dönsum á Evrópumeistaramóti fyrr á árinu.

„Ég hafði enga trú á henni þegar hún byrjaði“
Sara Rós var aðeins sjö ára þegar hún steig sín fyrstu spor í Dansskóla Auðar Haralds. „Ég hafði enga trú á henni þegar hún byrjaði og hló bara þegar hún byrjaði í samkvæmisdönsum. En eftir það man ég bara ekki eftir henni öðruvísi en að vera að vinna mót,“ segir Svanhvít Dögg um bróðurdóttur sína Söru Rós.

 

Fleiri börn óskast
Námskeiðin verða alla virka daga í næstu viku, á morgnana fyrir börn og á kvöldin fyrir fullorðna. Kennt verður í íþróttahúsinu í Fellabæ.

„Það eru ekki mörg börn skráð, en fín aðsókn hjá fullorðnum. Ég vil hvetja alla til þess að skoða þetta og alls engin krafa er að pör komi saman, það hafa fjölmargir skráð sig „sóló“. Einnig væri gaman að sjá fleiri börn. Dans er bara svo fallegur og tignarlegur, auk þess sem hann er góður grunnur fyrir allar íþróttir.“

Enn er opið fyrir skráningar gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.