Ástæða til að halda áfram uppi vörnum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir íbúa á að halda áfram uppi þeim smitvörnum sem settar hafa verið vegna Covid-19 faraldursins síðustu daga og vikur.

Ekki er vitað um neinn með virkt smit á Austurlandi en sex manns eru í sóttkví samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Smit er í öllum öðrum landshlutum.

Verst er þó staðan á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi byggðarlögum. Aðgerðastjórn bendir á að enn sjái ekki fyrir endann á því og því sé ástæða til að fara áfram með gát. „Höldum áfram að ösla þetta saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.