Orkumálinn 2024

AST: Hringurinn þrengist um nýjan framkvæmdastjóra

valdimaro_stfj.jpg
Verkefnastjórn austfirskra stoðstofnana þokast nær því að ráða framkvæmdastjóra fyrir hina væntanlegu stofnun. Stofnunin hefur gengið hægar en vonir stóðu til.

Umsækjendur um stöðuna voru 24 en umsóknarfrestur rann út í lok febrúar. Eftir það voru átta teknir í viðtöl og þrír þeirra fara í enn dýpri greiningu áður en ráðið verður í stöðuna. Þetta kom fram í máli Valdimars O. Hermannssonar, formanns Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu.

Valdimar viðurkenndi að sameining stofnanna hefði gengið hægar en ætlað var en helstu ágreiningsefni verið leyst eftir fund í byrjun janúar.

Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnunin, sem meðal annars tekur yfir starfsemi Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og SSA, tæki til starfa um áramótin. Nú er stefnt að því að ráða framkvæmdastjórann frá og með 1. apríl eða eftir samkomulagi. Stofnfundur verði í lok apríl eða byrjun maí.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sem situr með Valdimari fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórninni, hafði áður gagnrýnt seinaganginn á bæjarstjórnarfundi.

„Fyrst ekki tókst að klára sameininguna fyrir árið 2012 hefði kannski verið réttast að fresta henni til 2013 til að stofnanirnar gætu tekið að sér verkefni.“

Ásta sagði biðina skapa óvissu meðal starfsmanna en hún hefur starfað hjá Þróunarfélaginu.

Beiðni Agl.is um að fá lista með nöfnum þeirra sem sóttu um stöðu framkvæmdastjórans var hafnað á þeim forsendum að um sjálfseignarstofnun sé að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.