Ari Allansson ráðinn forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Ari Alansson hefur verið ráðinn forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðuna.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð kemur fram að Ari er með doktorspróf í kvikmyndafræði frá EICAR Film School með áherslu á hlutlæga og óhlutlæga kvikmyndagerð auk þess sem hann lauk mastersnámi í leikstjórn og framleiðslu frá sama skóla. Hann hafi víðtæka reynslu af kvikmyndagerð og kvikmyndastjórn ásamt því að að reka eigið framleiðslufyrirtæki sem framleitt hefur heimildarmyndir, stuttmyndir og fréttaefni fyrir fjölmiðla í Frakklandi, Svíþjóð og Íslandi.

Að auki hafi Ari unnið að skipulagningu íslenskra og norræna menningarviðburða í Frakklandi í samstarfi við hin ýmsu sendiráð Norðurlandanna ásamt menningarstofnunum í París. Hann hefur ennfremur komið að skipulagningu vinnustofa og stjórnun ýmissa menningarviðburða.

Ari kemur til starfa í lok ágúst og tekur við starfinu af Körnu Sigurðardóttur sem leitt hefur starf Menningarstofunnar og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands síðustu ár.

Alls sóttu tíu einstaklingar um starfið. Þeir voru:

Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður
Benedikt Karl Gröndal, leikari
Gísli Magnússon, þýðandi
Heiðdís Þóra Snorradóttir, grafískur hönnuður
Hilda Kristjánsdóttir, þjóðfræðingur
Hlín Pétursdóttir, söngkennari
Jóhann Ágúst Jóhannsson, almannatengill
Jóhanna Þóroddsdóttir, fulltrúi
María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri
Oddur Eysteinn Friðriksson, tækni- og kynningarfulltrúi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.