Árekstur á Eskifirði

Tveir bílar skullu saman við nýju vegamótin til Eskifjarðar í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir óhappið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að ökumaður sem var að koma úr nýju Norðfjarðargöngunum ætlaði að beygja til vinstri inn til Eskifjarðar en uggði ekki að sér og keyrði í veg fyrir bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Aðeins ökumennirnir voru í bílunum tveimur og var annar þeirra fluttur á Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar