Annir hjá lögreglu og björgunarsveitum undanfarið

Talsverðar annir hafa verið í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi sökum veðurs og færðar síðustu sólarhringa.

Lögregla hefur í samstarfi við björgunarsveitir komið fjölda fólks til aðstoðar hér og þar í fjórðungnum auk þess sem nokkur umferðaróhöpp hafa átt sér stað. Þar á meðal tvö óhöpp á skömmum tíma við munna Norðfjarðarganga Eskifjarðarmegin en þar skemmdust einir sex bílar. Meiðsl hafa ekki verið alvarleg en eignatjón þeim mun meira.

Koma þurfti 30 ökumönnum til aðstoðar á Möðrudalsöræfum og fjöldahjálparstöð var opnuð á Seyðisfirði vegna 150 farþega Norrænu sem ekki komust burt vegna ófærðar.

Veðurstofa Íslands spáir lítils háttar snjókomu næstu daga og áfram verður frost fram yfir helgi en allir vegir hér austanlands eru opnir og vel færir.

Frá vettvangi við Norðfjarðargöng í síðustu viku þegar sex bílar skemmdust í tveimur óhöppum á svipuðum tíma. Mynd Lögreglan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.