Anna oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra

Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Sjálfstæðisflokks og óháðra á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs sem setið hefur fyrir hönd Á-lista, er í öðru sætinu.

Listinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs í gær. Á honum eru tíu konur og átta karlmenn.

Margir á listanum hafa ekki áður skipað sæti á listanum í sveitastjórnarkosningunum. Þar er þó einnig að finna reynslumeira fólk, til dæmis þrjá einstaklinga sem setið hafa fyrir hönd Á-listans í bæjarstjórn.

Á-listinn bauð fram í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrst árið 2004 og var næststærsti flokkurinn í síðustu kosningum með tvo bæjarfulltrúa. Nýverið var tilkynnt að listinn myndi ekki bjóða fram.

Sjálfstæðisflokkur á tvo fulltrúa í núverandi bæjarstjórn en annar þeirra, Guðmundur S. Kröyer, gefur ekki kost á sér áfram. Flokkurinn myndar meirihluta með Á-lista og Héraðslistanum.

Framboðslistinn í heild sinni:

1. Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar
2. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum
4. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur
5. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Sigurður Gunnarsson, ferliseigandi skaut- og álframleiðslu
7. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri
8. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur
9. Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir
10. Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri
11. Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur
12. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi,
13. Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur, fyrrv. bóndi nú í ferðaþjónustu
14. Helgi Bragason, skógarbóndi,
15. Ágústa Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli
16. Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi,
17. Sigvaldi H. Ragnarsson, sauðfjárbóndi
18. Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður

Frá vinstri: Davíð Þór Sigurðarson, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðrún Ragna Einarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sigvaldi H. Ragnarsson, Anna Alexandersdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ágústa Björnsdóttir, Gunnar Jónsson, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Guðný Margrét Hjaltadóttir og Eyrún Arnardóttir.
Á myndina vantar: Karl Lauritzson, Sigrúnu Harðardóttur, Helga Bragason og Sigríði Sigmundsdóttur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar