Andrew Wissler verður aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar

Andrew Wissler, fjármálastjóri Vísis í Grindavík, mun um næstu mánaðamót taka við starfi aðstoðarmanns forstjóra Síldarvinnslunnar, Gunnþórs B. Ingvasonar. Andrew verður með aðsetur í Grindavík.

Frá þessu er greint í frétt á vef Síldarvinnslunnar í morgun. Síldarvinnslan keypti Vísi síðasta sumar. Andrew hefur verið fjármálastjóri þar frá árinu 2015.

Þar er rætt við Andrew sem er sonur bandarísks hershöfðingja. Vegna þess starfa flutti fjölskyldan oft og víða, meðal annars til Japans en líka einnig til Washington þar sem faðir Andrews starfaði í Hvíta húsinu í tvö ár, fyrst með George Bush eldri, síðan Bill Clinton.

Andrew valdi hins vegar aðra leið í lífinu, nam hagfræði og spilaði knattspyrnu meðfram henni í háskólanum. Þar hittist hann Erlu Ósk Pétursdóttur, dóttur framkvæmdastjóra Vísis.

„Staðreyndin er sú að ég vissi ekkert um Ísland áður en ég kynntist Erlu. Ég hafði þó heyrt landsins getið í kvikmyndinni Mighty Ducks sem var grínmynd og fjallaði um íslenskt íshokkílið. Ég kom í fyrsta sinn til Íslands árið 2005 og þá kom mér margt á óvart eins og til dæmis hinar björtu sumarnætur,“ segir Andrew. Þau fluttust síðan til Íslands í byrjun árs 2009, bjuggu fyrst í Reykjavík en í Grindavík frá 2011.

Hann segist spenntur fyrir nýju starfi sem feli í sér krefjandi verkefni með góðu fólk. Þótt Andew verði með aðsetur í Grindavík reiknar hann þó með að heimsækja reglulega allar starfsstöðvar Síldarvinnslunnar til að fylgjast með uppbyggingu fyrirtækisins.

Mynd: Síldarvinnslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.