Álversrútan ekki færð fyrr en í fyrramálið

Rúta sem allajafna keyrir starfsmenn álvers Alcoa til og frá vinnu milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar bilaði í dag illa á götu á Egilsstöðum. Rútan er þar strand en hægt að komast framhjá henni.

Rútan stendur við götuna Hamragerði. Búið er að vefja lögregluborðum utan um hana til að gera hana sýnilega en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stendur til að merkja svæðið betur.

Rútan getur valdið einhverjum vandræðum fyrir vegfarendur sem eru að keyra út á götuna en hægt er að komast framhjá henni. Ekki er hægt að færa hana fyrr en í fyrramálið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.