Alma farin frá Fáskrúðsfirði

alma_lvf.jpgFlutningaskipið Alma fór frá Fáskrúðsfirði að morgni laugardags til Akureyrar. Þar verður sett nýtt stýri á skipið og skemmdir á því kannaðar.

 

Það var norski dráttarbáturinn Stadt Valiant sem dró Ölmu af stað en skipið hefur legið við bryggju á Fáskrúðsfirði síðan 6. nóvember. Það missti þá stýrið er það var að sigla út frá Breiðafirði. Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, dró skipið til Fáskrúðsfjarðar

Alma er 97 metra langt skip, skráð í Limasson á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Skráður eigandi flutningaskipsins er Armidia Shipping Company Limited.

Mynd: Gísli/lvf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.