Orkumálinn 2024

„Alltaf sárt að missa mann“

Austurlistinn tapaði einum fulltrúa í sveitastjórnarkosningunum í Múlaþingi á laugardag. Oddviti framboðsins segir að farið verði stöðuna en fulltrúar framboðsins muni áfram halda góðum málefnum á lofti.

„Þetta fór ekki eins og við stefndum að. Við töpum 7%, sem virðast dreifast á Vinstri græn og Framsókn og mann.

Það er alltaf að sárt að missa mann en þetta er pólitík. Svona er staðan og við vinnum með hana. Okkar fulltrúar munu áfram halda góðum málefnum á lofti,“ segir Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans.

Aðspurð segir hún að innan framboðsins verði rýnt hvað betur hefði mátt fara í þessum kosningum. Hún bendir á að framboðið hafi ekki haft mikla fjármuni úr að spila, sýnt ábyrgð í loforðum auk þess sem upp hafi komið atriði sem framboðið hafði enga stjórn á.

Um forgangsatriði nýrrar sveitarstjórnar segir Hildur að það séu mál sem komið hafi vel fram í kosningabaráttunni. „Það þarf að hefjast handa við gerð nýs aðalskipulag og þarfagreiningu skólahúsnæðis. Þar er Seyðisfjarðarskóli efstur á blaði og svo Djúpavogsskóli. Eins vinnum við áfram með norður- og suðurleiðir vegarins frá Fjarðarheiðargöngum til að þeim seinki ekki auk þess sem húsnæðismálin eru alls staðar aðkallandi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.