Allt getur enn gerst

Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir að enn geti allt gerst í kosningabaráttunni í Fjarðabyggð. Menn þeytist um og kynni sig og stefnumál sín.

 

ImageFjarðalistinn mældist með ríflega 40% fylgi í skoðanakönnun í vikunni og bætir töluverðu við sig. „Ég tek þessari könnun fyrst og fremst sem vísbendingu en þetta hefur ekki áhrif á okkar starf fram að kosningum enda mjög margir óákveðnir og allt getur gerst ennþá."

Elvar segir að ef úrslitin verði á þennan veg sé auðvelt að túlka fjarveru Biðlistans á þann hátt að fylgi hans fari mest til Fjarðalistans.
 
Elvar og aðrir frambjóðendur Fjarðalistans hafa farið víða undanfarna daga. „Lokaspretturinn snýst aðalega um að hitta fólk og kynna framboðið enn frekar - frambjóðendur og stefnu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.