Allt að árs bið eftir sálfræðiþjónustu fyrir austfirsk grunnskólabörn

seyfirskir_krakkar.jpg
Allt að árs bið er eftir sálfræðiþjónustu fyrir austfirsk grunnskólabörn á vegum Skólaskrifstofu Austurlands. Enn frekari skortur er á talmeinaþjónustu, nær enign talþjálfun er í fjórðungnum.
 
Þetta kemur fram í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar. Að meðaltali voru 67 börn á biðlista sálfræðinga veturinn 2010-2011. Á skrá sálfræðinga yfir þau börn sem nutu aðstoðar á hverjum tíma voru 75 börn. 
 
Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður skrifstofunnar, segir að alltaf sé reynt að bregðast skjótt við brýnum vanda. Börn sem bíða eftir endurmati, fá einhverja aðstoð annars staðar eða eiga í minniháttar vanda geta þurft að bíða í allt að eitt ár miðað við núverandi stöðu. Biðlistarnir séu samt of langir og vinna þurfi á þeim.
 
„Ekki bara vegna þess að óviðunandi að börn og foreldrar bíð lengi eftir þjónustu heldur líka vegna þess gífurlegar álags sem er á þeim starfsmönnum sem koma að málum og eru að leggja sig fram alla daga. Undanfarin ár hefur eftirspurnin eftir þjónustu sálfræðinga Skólaskrifstofunnar verið stöðug frá ári til árs."

Að meðaltali berast sálfræðingum á vegum stofnunarinnar um 130-150 beiðnir á ári. Fjöldi mála sem hægt hefur verið að ljúka , eða enn er unnið að við lok skólaárs hefur verið um 160-180 og mál sem hægt var að ljúka, voru á vinnslu eða á biðlista við lok skólaárs tæplega 240.
 
Þótt biðlistarnir séu langir er mesti skorturinn í talmeinaþjónustu. Í máli Sigurbjarnar Marinóssonar, forstöðumanns skrifstofunnar, á síðasta aðalfundi kom fram að talþjálfun fyrir börn og ungmenni vanti eiginlega alveg í Austfirðingafjórðung.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.