Allar líkur á að SÚN muni auka hlut sinn í SVN

Allar líkur eru á því að Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) muni auka hlut sinn í Síldarvinnslunni (SVN) þegar SVN verður skráð í Kauphöllina í vor. Slíkt er í samræmi við núgildandi stefni SÚN.

Þetta kemur fram í samtali við Guðmund R. Gíslason framkvæmdastjóra SÚN. „Við ákváðum strax að selja ekkert af okkur hlutum í þessu útboði sem er framundan, en aðrar ákvarðanir hafi ekki verið formlega teknar,“ segir Guðmundur.

Aðspurður um hvort vænta megi að þeir verði þá í liði kaupenda segir Guðmundur að formlega hafi ekki verið tekin ákvörðun um það.

„Ég bendi hinsvegar á að það er stefna félagsins, og hefur verið lengi, að auka við hlut sinn í Síldarvinnslunni,“ segir Guðmundur. „Og þeirri stefnu hefur ekki verið breytt.“

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagt í Fréttablaðinu að Samherji muni selja af rúmlega 45% hlut sínum í SVN. Hann tiltók þó ekki um hve stóran hluta væri að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.