Alla Ámunda kafteinn Pírata

alla_amunda_pirati.jpg
Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur á Akureyri, leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Tilkynnt var um nöfn fimm efstu manna í dag.

Aðalheiður er fædd árið 1976 og ólst upp á Húsavík en býr í dag á Akureyri. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og hefur undanfarið sinnt ýmsum störfum við lagadeild skólans, meðal annars kennslu.

Hún sat áður í háskólaráði Háskólans á Akureyri,í stjórn Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu og um tíma í framkvæmdaráði Dögunar. Hún er varamaður í Landsdómi.

Í sætunum á eftir henni eru í þessari röð: Þórgnýr Thoroddsen, Helgi Laxdal, Kristín Elfa Guðnadóttir og Bjarki Sigursveinsson.

Prófkjörum Pírata lauk á miðnætti í gærkvöldi og voru nöfn fimm efstu frambjóðenda í hverju kjördæmi tilkynnt í dag. Heildarlistar verða staðfestir á næstu dögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.