Orkumálinn 2024

Alcoa vill stækka álverið á Reyðarfirði: Aukin orka úr Kárahnjúkavirkjun

alver_eldur_0004_web.jpgAlcoa Fjarðaál á í viðræðu við Landsvirkjun um kaup á orku fyrir hugsanlega stækkun álversins í Reyðarfirði. Allt að tvö hundruð manns gætu fengið vinnu við stækkunina sem yrði upp á 40 þúsund tonn.

 

Þetta staðfestir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, í samtali við Morgunblaðið í dag. Gert er ráð fyrir að stækkun upp á 40 þúsund tonn skapi 50 störf á ári til frambúðar. Fjárfestingin yrði upp á 20-25 milljarða króna og 150-200 manns fengju vinnu við stækkunina á framkvæmdatímanum.

Þreifingar hafa verið við Landsvirkjun um kaup á raforku en áætlað er að fyrirtækið þurfi um 40 megavött í viðbót. Hörður Arnarson, forstjóri Landvirkjunar, segir að unnið sé í að auka raforkuframleiðsluna á Kárahnjúkasvæðinu.

„Við erum að vinna í því að klára ákveðin verkefni uppi í  Kárahnjúkum, Sauðárveitu og fleira, sem ráðist var í í sumar og verða kláruð á næsta ári.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.