Alcoa vill framleiða meira

ImageAlcoa Fjarðaál hefur sótt um starfsleyfi fyrir meiri framleiðslu en það hefur í dag. Það kann að hafa í för með sér meiri brennisteinslosun en er í dag.

 

Gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist um 10 þúsund tonn, úr 350 þúsundum í 360 þúsund. Ástæðan er meiri orka frá Landsvirkjun en áður var gert ráð fyrir.

Fyrirtækið hefur óskað eftir auknum sveigjanleika í mörkum losunar á brennisteini út í andrúmsloftið ef nota þurfi skaut með hærra brennisteinsinnihaldi. Í tillögu Umhverfisstofnunar að nýju starfsleyfi er ger ráðið að mörkin breytist, meðal annars því tekið sé tillit til þess að brennisteinn losnar í fleiri en einni lofttegund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.