Ákærður fyrir að svíkja sex milljónir úr úr annarri manneskju

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að nýta sér ástand annarrar manneskju til að láta sig hafa fjármuni upp á rúmlega 6,1 milljón króna.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi blekkt viðkomandi til að láta sig hafa peningana undir því yfirskyni að um lán væri að ræða. Ákærði hafi hins vegar átt að vita að hann væri enginn borgunarmaður fyrir upphæðinni.

Á sama tíma hafi viðkomandi vegna ástands síns ekki getað gert sér grein fyrir um hve mikla fjármuni var að ræða, né þýðingu ráðstafananna. Ákærða hafi átt að vera ástand manneskjunnar ljóst.

Upphæðin var millifærð í alls 21 greiðslu, en sú hæsta var upp á eina milljón króna. Ákærði nýtti upphæðirnar til eigin nota, meðal annars til að greiða reikninga og útvega sér erlendan gjaldeyri auk þess að greiða fyrir hótel og bíl erlendis.

Þess er krafist að hann endurgreiði fjármunina með vöxtum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.