
Áhugi á eignum Fellabaksturs
Áhugasamir aðilar hafa frest út daginn í dag til að gera tilboð í eignir Fellabaksturs, sem úrskurðaður var gjaldþrota í síðustu viku.„Ég fór austur í vikunni og hitti marga áhugasama aðila sem komu til að skoða. Viðkomandi hafa frest þar til í dag til að skila inn tilboðum og ég á von á nokkrum slíkum.
Hvort reksturinn verður seldur í heild sinni á eftir að koma í ljós,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri Fellabaksturs.
Hann segir annars unnið að því þessa dagana að kalla eftir kröfum og losa eignir sem séu í búinu. Kröfulýsingarfrestur er fram til 19. mars og skiptafundur ráðgerður um miðjan apríl.