Áhugi á eignum Fellabaksturs

Áhugasamir aðilar hafa frest út daginn í dag til að gera tilboð í eignir Fellabaksturs, sem úrskurðaður var gjaldþrota í síðustu viku.

„Ég fór austur í vikunni og hitti marga áhugasama aðila sem komu til að skoða. Viðkomandi hafa frest þar til í dag til að skila inn tilboðum og ég á von á nokkrum slíkum.

Hvort reksturinn verður seldur í heild sinni á eftir að koma í ljós,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri Fellabaksturs.

Hann segir annars unnið að því þessa dagana að kalla eftir kröfum og losa eignir sem séu í búinu. Kröfulýsingarfrestur er fram til 19. mars og skiptafundur ráðgerður um miðjan apríl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.